Í forgrunni er búskapartíð Sveins og Sigríðar á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyjafirði, og seinna á Akureyri, en saman eignuðust þau átta börn. Sagt er að hjónin hafi ekki alltaf átt skap saman. Eitt og annað hafi borið á milli og sagði kaþólski presturinn Baudoin um Sigríði: „Hjónabandið gerði hana ekki hamingjusama.“ Eftir að Sveinn féll frá árið 1869, þá 49 ára gamall, bjó Sigríður áfram um hríð á Akureyri en árið 1876 fluttist hún vestur um haf þar sem hún andaðist árið 1910, á áttugasta og fjórða aldursári.
Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa.
Öll hjartanlega velkomin!