Til baka

Um hjónin Svein Þórarinsson og Sigríði Jónsdóttur, foreldra Jóns Sveinssonar "Nonna". Fyrirlestur Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings.

Um hjónin Svein Þórarinsson og Sigríði Jónsdóttur, foreldra Jóns Sveinssonar "Nonna". Fyrirlestur Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings.

Í forgrunni er búskapartíð Sveins og Sigríðar á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyjafirði, og seinna á Akureyri, en saman eignuðust þau átta börn. Sagt er að hjónin hafi ekki alltaf átt skap saman. Eitt og annað hafi borið á milli og sagði kaþólski presturinn Baudoin um Sigríði: „Hjónabandið gerði hana ekki hamingjusama.“ Eftir að Sveinn féll frá árið 1869, þá 49 ára gamall, bjó Sigríður áfram um hríð á Akureyri en árið 1876 fluttist hún vestur um haf þar sem hún andaðist árið 1910, á áttugasta og fjórða aldursári.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa.

Öll hjartanlega velkomin! 

Hvenær
föstudagur, september 19
Klukkan
13:30-15:00
Hvar
Salurinn á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir