Til baka

Una Torfa í Hofi

Una Torfa í Hofi

Magnaðir tónleikar í tilefni Listasumars.

Söngvaskáldið Una Torfa er fædd árið 2000. Una semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní árið 2022. Textar Unu eru fjölbreyttir og taka á ýmsum hliðum margslunginna tilfinninga. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum.

Á liðnu ári hefur Una komið víða fram, sem dæmi má nefna tónleika hennar í Iðnó á Iceland Airwaves, framkomur í Vikunni með Gísla Marteini við þrjú tilefni og fjölmörg önnur gigg. Una Torfa hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína "Flækt og týnd og einmana".

Una kemur ýmist fram ein, í dúett með rafmagnsgítarleikara eða með hljómsveit og tónleikar verða að sögustund. Hér kemur hún fram ásamt gítarleikaranum Haffa Ceasetone.

Verið hjartanlega velkomin.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 29. júní
Tímasetning: kl. 17 - Húsið opnar 16.30
Staðsetning: Hamrar, Menningarhúsið Hof
Aðgangseyrir: Frítt inn
Annað: Fyrstur kemur, fyrstur fær


Viðburðurinn er styrkur af Listasumri.

Hvenær
fimmtudagur, júní 29
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir