Til baka

Ungir plötusnúðar (10-12 ára)

Ungir plötusnúðar (10-12 ára)

Spennandi plötunsnúðanámskeið fyrir börn á aldrinum 10 - 12 ára.
Plötusnúðurinn Ívar Freyr Kárason heldur grunnnámskeið fyrir unga plötusnúða í tilefni Listasumars. Farið yfir helstu hugtök, hvernig á að tengja og hvaða takki gerir hvað. Græjur verða á staðnum sem að krakkarnir læra að tengja og fá að prufa sig áfram undir leiðsögn. Leiðbeinanda er annt um að kynjaskipting sé jöfn og því eru stelpur sérstaklega velkomnar. DJ Ívar Freyr hefur þeytt skífum til fjölda ára og því mikill reynslubolti í faginu.
 

Helstu upplýsingar:

Dagsetning: 25. júní
Tímasetning: Kl. 15.00 - 17.00
Staðsetning: Rósenborg, Skólastíg 2
Aldur: 10 -12 ára
Þátttökugjald: 2.000 kr.
Fjöldi þátttakenda: 5
Skráning: ivarfreyr@gmail.com  

Athugið að námskeiðið er einnig haldið 26. júní. Sjá nánar HÉR.


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
laugardagur, júní 25
Klukkan
15:00-17:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
2.000 kr. - Skráning nauðsynleg