Til baka

Unnsteinn & Hermigervill

Unnsteinn & Hermigervill

Kl. 22.30-23.00 - Einn ástsælasti tónlistarmaður okkar Íslendinga snýr aftur á Akureyrarvöku og nú með nýja sólóplötu í farteskinu.

Unnsteinn Manuel Stefánsson hefur undanfarin tvö ár búið í höfuðborg danstónlistarinnar, Berlín, og gætir áhrifa borgarinnar svo sannarlega í nýju lögunum sem flutt verða í bland við eldri smelli sem allir þekkja. Unnsteini til halds og trausts er raftónlistargoðsögnin Hermigervill og það er ljóst að gleðin verður við völd þegar þeir félagar taka við taumunum.


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.

Hvenær
laugardagur, ágúst 27
Klukkan
22:30-23:00
Hvar
Svið 3 - Listagilið
Verð
Enginn aðgangseyrir