Til baka

Upp og niður með Gleránni

Upp og niður með Gleránni

Fróðleg og skemmtileg ganga um Gleráreyrar á vegum Iðnaðarsafnsins

Gengið verður frá Háskólanum á Akureyri niður að Þorsteinslundi, sunnan Glerártorgs undir leiðsögn Þorsteins E. Arnórssonar fyrrverandi safnstjóra Iðnaðarsafnsins. Einnig verður gengið um söguslóðir Sambandsverksmiðjanna á Gleráreyrum, stoppað verður á nokkrum stöðum, sagðar sögur og farið með vísur, en Þorsteinn þekkir hverja þúfu á svæðinu og kann frá mörgu fróðlegu að segja er tengist mannlífinu á verksmiðjunum; fólkinu sem á verksmiðjunum vann, á launamun kynjanna, kjarabaráttu, vinnureglum, stjórnendum þeirra, sögusögnum, en einnig nærliggjandi bæjarstæðum og frosthörkum.

Sögugangan tekur um 1,5 klst. og fer fram á íslensku.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá viðburða- og verkefnasjóð Akureyrar

*Viðburðurinn er hluti af Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
sunnudagur, júlí 12
Klukkan
13:00-14:30
Hvar
Háskólinn á Akureyri - University of Akureyri, Norðurslóð, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - skráning á Iðnaðarsafni
Nánari upplýsingar

Ekkert þátttökugjald

Skráning fer fram á Iðnaðarsafninu

*Gengið verður frá bílaplani Háskólans á Akureyri