Til baka

Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius syngja Jónas og Jón Múla

Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius syngja Jónas og Jón Múla

Söngtríóið Uppáhellingarnir býður uppá djassaðan þéttradda samsöng af gamlaskólanum á bestu lögum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona.


Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius syngja Jónas og Jón Múla

Söngtríóið Uppáhellingarnir býður upp á djassaðan þéttradda samsöng af
gamla skólanum, en leikur auk þess undir hjá sjálfu sér: Steingrímur
Karl Teague á píanó, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar og Andri Ólafsson
á kontrabassa.

Þeir félagar halda nú upp á útgáfu plötunnar „Tempó prímó –
Uppáhellingarnir syngja Jónas og Jón Múla“, en þar flytja þeir
söngdansa þeirra Árnasona í útsetningum Andra; nokkra þeirra
vinsælustu, en einnig nokkur fágæt og áður óútgefin númer. Á plötunni
og á útgáfutónleikunum koma þeir fram með rjóma og sykri; Sigríður
Thorlacius syngur hina fjórðu rödd til að dýpka djasshljóminn og
Matthías M.D. Hemstock leikur á trommur.

Hvenær
föstudagur, janúar 27
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5900