Til baka

Uppbrot

Uppbrot

Dagrún Matthíasdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 2021, opnar myndlistasýninguna Uppbrot í Kaktus í Listagilinu á Akureyri.
Dagrún Matthíasdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 2021, opnar myndlistasýninguna Uppbrot í Kaktus í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 22. október kl. 20:00.
Á sýningunni ögrar listakonan sjálfri sér með því að skapa flæði milli hins hefðbundna málverks og uppbrots í formi. Dagrún heillast af því tilraunakennda, tjáningu í fjölbreyttum listmiðlum og áhrifa skynjunar og þess samtals sem listaverkin endurspegla.
Endurnýting efnis er henni hugleikin og setur listakonan upp bæði ný málverk og eldri á sýningunni Uppbrot.
Dagrún á að baki fjölmargar sýningar, bæði einkasýningar og samsýningar hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hún starfað við sýningarhald og viðburðastjórnun og verið í ýmsum gestavinnustofum erlendis.
 
Opnunartími:
Föstudagur kl. 20 - Opnun
Laugardagur og sunnudagur kl. 14-17
 
Allir velkomnir
 

 

Hvenær
22. - 24. október
Klukkan
Hvar
Kaktus Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar
Dagrún s.8957173
listakisi@gmail.kom
Dagrún Matthíasdóttir Artist (wordpress.com)