UPPINN er haldinn á tveggja vikna fresti, ávallt á föstudögum á Vamos AEY í miðbæ Akureyrar.
Næstkomandi 2.maí koma fram Biggi Maus & Memm ásamt Jónfrí og hljómsveit. Frítt er inn á viðburðinn og það er í boði að styðja við listafólkið með kaupum á varningi eða frjálsum framlögum.