Til baka

Upplestur með Ævari - Drengurinn með ljáinn

Upplestur með Ævari - Drengurinn með ljáinn

Ævar Þór Benediktsson les upp úr nýjustu bók sinni sem er jafnframt hans fyrsta ungmennabók, Drengurinn með ljáinn.

Mánudaginn 5. desember klukkan 17:00 kemur Ævar Þór Benediktsson til okkar á Amtsbókasafnið og les upp úr nýjustu bók sinni sem er í senn þrítugasta bókin sem hann gefur út. Drengurinn með ljáinn er fyrsta ungmennabók Ævars og fékk hann Sigurjón bróður sinn með sér í lið en hann myndskreytir bókina.
Drengurinn með ljáinn fjallar um dauðann og segir frá stráknum Halli sem lendir hársbreidd frá dauðanum og upplifir í kjölfarið dularfulla hluti. Hröð og grípandi ungmennasaga fyrir alla sem þora.

Hvenær
mánudagur, desember 5
Klukkan
17:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri