Til baka

Úr alfaraleið - FRESTAÐ

Úr alfaraleið - FRESTAÐ

Ljósmyndasýning Maríu H. Tryggvadóttur
Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast og skoða framandi slóðir. Áhugi á ljósmyndun hefur einnig fylgt mér lengi og með tíð og tíma hef ég eignast betri tæki og tól. Ljósmyndunin hefur opnað augu mín fyrir ótal blæbrigðum náttúrunnar og þeirri fegurð sem býr í ólíku veðri og árstíðum. Vestfirði heimsótti ég í fyrsta sinn sumarið 2019 og endurtók leikinn snemmsumars 2020. Svæðið heillaði mig og snart á margan hátt; náttúrufegurðin, fjöllin og firðirnir, en ekki síður einangrunin sem fólkið bjó við á árum áður og jafnvel enn í dag.

María H. Tryggvadóttir, 2020
 

Áður auglýstri opnun á sýningunni Úr alfaraleið sem vera átti í dag, 31. júlí, í Rösk Rými í Listagilinu er frestað vegna Covid-19 takmarkana.

 
Viðburðurinn er hluti af Listasumri.
 
Sjá viðburð á Facebook HÉR
Hvenær
31. júlí - 1. ágúst
Hvar
RÖSK RÝMI, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir