Hljómsveitin Valdi fagnar páskunum á sínum uppáhálds tónleikastað, Græna hattinum. Þarf að segja eitthvað meira? Það myndast alltaf einhverjir töfrar á Græna Hattinum og við fáum ekki nóg! Hlökkum til að sjá ykkur. Hljómsveitin hefur verið iðinn við kolannn undanfarið og gefið út tvö ný lög auk þessa að vera vinna í nýrri plötu. Lagið Karlsvagninn hefur notið mikilla vinsælda og meðal annars vermt toppsæti vinsældarlista Rásar 2. Á tónleikunum má búast við blöndu af gömlum slögurum og nýju efni.