Vatnasúmba
Aqua Zumba er frábær hreyfing í vatni við skemmtilega tónlist
Aqua Zumba er skemmtileg æfing í vatni fyrir alla.
Þórunn Kristín, Aqua Zumba kennari, mun bjóða upp á opinn tíma í tilefni af Akureyrarvöku.
Í Aqua Zumba er verið að gera svipaðar hreyfingar og í venjulegri vatnsleikfimi en hreyfingarnar eru settar saman á annan hátt, í rútínu, þannig að þátttakendur eru að dansa.
Allir geta tekið þátt og skemmt sér.
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2025.