Til baka

Verið velkomin á opnun sýningar okkar í Deiglunni, galleríi Gilfélagsins, Listagilinu

Verið velkomin á opnun sýningar okkar í Deiglunni, galleríi Gilfélagsins, Listagilinu

Tónlistin í myndsköpuninni.

Við sækjum innblástur í aðferðir tónlistamanna við samsköpun - í leit að myndhljómi sem skapar ný sameiginleg myndverk. Við skoðum hvernig hreyfing, litir og form geta verið eins og taktur, samhljómur og/eða mishljómur tónlistar. Með 'mynd'færum okkar spinnum við saman myndhljóma sem skapa heildræn myndverk eða myndlög.

Michelle Bird er myndlistamaður og sköpun á hug hennar allan! Hún hefur hlotið fjölmarga styrki og verðlaun, m.a. frá Sacramento Center for Arts, List fyrir alla og nýsköpunarsjóði SSV. Hún hefur sýnt myndlist sína og kennt listir víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýlega var verk eftir hana valið í Lunar Codex time capsule Griffin safnið sem sent verður til tunglsins. Nánar um Michelle Bird: https://www.theartofmichellebird.com/

Sóley Stefánsdóttir er grafískur hönnuður og heilsumarkþjálfi - heilsuhönnuður! Hún rekur Heilsuhönnun (heilsuhonnun.is), þar sem sköpunarkrafturinn er virkjaður til að hanna vegferðina að bættri heilsu.
Sóley hefur síðustu tvo áratugi unnið að fjölbreyttum verkefnum sem hönnuður og við hönnunarkennslu. Ásamt því vinnur hún myndverk, þar sem flæði, orka, náttúra og litbrigði lífsins eru uppspretta sköpunarinnar. Sjá nánar: https://heilsuhonnun.is/soley-stefans-munsturflaedi/

Hvenær
laugardagur, september 24
Klukkan
14:00-19:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar