Til baka

Vesturárdalur - Kóngsstaðadalur

Vesturárdalur - Kóngsstaðadalur

Gönguferð með FFA

Vesturárdalur-Kóngsstaðadalur skorskorskorskor 

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Hér er genginn fáfarinn fallegur hringur um Vesturárdal og Kóngsstaðadal. Gengið frá Stekkjarhúsi í Skíðadal og fram dalinn. Við eyðibýlið Stafn er beygt fram Vesturárdal og gengið uppúr suðurbotni hans og gegnum skarðið milli fjallanna Ingjalds og Staðargangnafjalls. Þegar komið er upp í skarðið er rölt fram á Ingjald 1275m og síðan gengið fyrir Vesturárdalsfjall, fjallið á milli Vesturárdals og Kóngsstaðadals. Síðan haldið niður í Kóngsstaðadal og að Þverá í Skíðadal. Mjög falleg fjallasýn og útsýni yfir Skagafjörð og Skíðadal. Vegalengd um 22 km. Gönguhækkun um 1200 m.

Skráning

Hvenær
laugardagur, ágúst 1
Klukkan
08:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Nánari upplýsingar