Til baka

Vetrarferðin

Vetrarferðin

Tónleikar

Sunnudaginn 6. september kl 17:00 munu Kristinn Sigmundsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja Winterreise, Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Þessi 24 laga flokkur við ljóð eftir Wilhelm Müller er eitt mesta stórvirki ljóðasöngbókmenntanna. Vetrarferðin er með því síðasta sem Schubert samdi. Hún er uppfull af sterkum tilfinningum og lætur engan ósnortinn.

Kristinn hefur oft sungið þennan flokk, bæði hérlendis og erlendis. Hann flutti Vetrarferðina í fyrsta sinn á tónleikum 14. mars árið 1987. Jón Ásgeirsson skrifaði um tónleikana í Morgunblaðið og sagði meðal annars: “Það er ekki allra að takast á við Vetrarferðina og það var því sérlega ánægjulegt hversu Kristni Sigmundssyni og Jónasi Ingimundarsyni tókst til,  því ekki er að öðrum vikið þó staðhæft sé, að þessir tónleikar Tónlistarfélagsins séu einhverjir vönduðustu söngtónleikar sem íslenskir listamenn hafa boðið upp á.” Schubert taldi Vetrarferðina vera hátind sköpunar sinnar.

Þessa tónleika ætti enginn unnandi ljóðatónlistar og söngs að láta fram hjá sér fara.

Í miðasölunni í Hofi er veittur 15% afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja á þessa tónleika. 

Hvenær
sunnudagur, september 6
Klukkan
17:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri