Til baka

Vetrarfrí á Amtsbókasafninu

Vetrarfrí á Amtsbókasafninu

Dagskrá: 

  • Miðvikudaginn 26. febrúar - ÖSKUDAGUR og öll börn hjartanlega velkomin! Hægt verður að taka þátt í happdrætti!
  • Fimmtudagurinn 27. febrúar kl. 13:00 - Opinn spilaklúbbur og kl. 16:30 fer fram sögustund (hentar vel fyrir börn á leikskóla og á yngsta stigi grunnskólans).
  • Föstudaginn 28. febrúar kl. 14:00 - BINGÓ
  • Laugardagurinn 29. febrúar kl. 13:00 - Kvikmyndin Ævintýralandið Narnia verður sýnd í barnadeildinni
TEIKNUM SAMAN

Það er alltaf í boði að teikna í barnabókadeildinni. Fríða barnabókavörður er búin að prenta úr myndir sem hægt er að lita, en svo er einnig hægt að teikna frjálst. Látum hugan reika og teiknum saman. 

RATLEIKUR OG SAMVERA
Við hvetjum foreldra, ömmur, afa, frænkur, frænda eða eldri systkini til þess að taka þátt í ratleik með barninu um sýninguna Tíðarandi í teikningum sem nú stendur yfir í safninu. Ratleikurinn er frábært tækifæri til notalegrar samveru sem hvetur til samræðu um myndefnið og samfélagið, þá og nú. Leikurinn samanstendur af átta spurningum og nokkrum umræðupunktum (sem valfrjálst er að nota). Eftir að öllum spurningum hefur verið svarað fær barnið verðlaun (psst.. sleikjó) í afgreiðslu safnsins.

KINECT LEIKJATÖLVA
Í barnabókadeildinni er Kinect leikjatölva þar sem vinsælt er að dansa og hreyfa sig. 

BÚNINGAFJÖR
Í vetrarfríinu drögum við fram búningana okkar góðu svo ungir gestir geti brugðið sér í hin ýmsu gervi. Búningana er að finna í barnabókadeild safnsins.

FULLT AF SKEMMTILEGUM BÓKUM
Á Amtsbókasafninu er til ógrynni af bókum fyrir börn og fullorðna. Það getur verið notalegt að hlamma sér á grjónapoka og ferðast inn í heim bókanna. 

SPILUM SAMAN
Amtsbókasafnið hefur um það bil 170 borðspil til útláns. Hægt er að fá spilin lánuð heim (gegn framvísun bókasafnsskírteinis, lánast í 30 daga) eða einfaldlega spila á staðnum. 

TEFLUM SAMAN
Á 2. hæð safnsins er hægt að tefla. Það má einnig færa taflið á annan stað í safninu, bara láta starfsmann vita :) 

SKOÐUM RAFBÓKASAFNIÐ
Til eru fullt af skemmtilegum bókum fyrir ungmenni á Rafbókasafninu! Það eina sem þarf til er gilt bókasafnsskírteini, snjalltæki eða tölvu og appið Libby eða Overdrive. Þá eru þér allir vegir færir á Rafbókasafninu. Svo er alltaf hægt að biðja um aðstoð á Amtsbókasafninu.

Afgreiðslutímar í vetur: Virkir dagar kl. 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til kl. 10:00) og laugardagar kl. 11:00-16:00. 

Verið hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið! 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram

Hvenær
26. - 29. febrúar
Klukkan
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Nánari upplýsingar