Til baka

Víkingainnrás á Akureyri

Víkingainnrás á Akureyri

Víkingatjaldbúðir með bardagasýningum, axarkasti, leikjum, handverki og fleira
Á laugardag og sunnudag slær Veðurfölnir enn og aftur upp tjaldbúðum með Rimmugýgi og verður með á dagskrá hjá sér eins og víkingaleiki, bardagalist, axar- og spjótkast. Miðlað verður þekkingu um handverk og matseld en einnig geta gestir tyllt sér við varðeld og spjallað við víkinga. Eldsmíði að hætti landnámstíma verður á svæðinu og handverksvarningur frá því tímabili.

Dagskráin verður eftirfarandi 
Laugardagur:
11:00 Tjaldbúðir opna – Innvígslun markaðar
12:00 Vopnaskak
13:00 (hlé fyrir hádegismat)
14:00 Leikir
15:00 Vopnaskak
16:00 (hlé)
17:00 Leikir
18:00 Vopnaskak
18:30 Dagskrá lýkur

Sunnudagur :
11:00 Tjaldbúðir opna
12:00 Vopnaskak
13:00 Leikir
14:00 Markaði lokað með nokkrum orðum
14:30 Dagskrá lýkur
 
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hvenær
laugardagur, ágúst 30
Klukkan
11:00-18:00
Hvar
MA túnið
Verð
Enginn aðgangseyrir