Vísindasmiðjur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára
Ein vísindasmiðja á mánðu, samtals fimm smiðjur.
Frá september fram í janúar ætlar Audrey Louise Matthews lektor við Háskólann á Akureyri að halda vísindasmiðjur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára einn laugardag í mánuði. Mismunandi þema er í hverri smiðju. Audrey er einstaklega skemmtileg og fróð um fjölbreytta kima vísindanna. Hún er enskumælandi svo smiðjurnar fara að mestu fram á ensku. Þátttaka er ókeypis.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.
Einungis 10 börn komast á hverja smiðju svo það er um að gera að skrá litla vísindafólkið snemma. Skráning fer alfarið fram í gegnum netfangið eydisk@amtsbok.is
Vísindasmiðja nóvembermánaðar snýst um sterkbyggð mannvirki og er dagskráin í grófum dráttum eftirfarandi:
13.00 – 13.15 Kynning á brúm og verkfræði
13.15 – 13:50 Vísindatilraun: Notum Knex til að byggja sterka brú
13:50 – 14.00 Hlé
14:00 – 14.20 Form og lögun til að byggja úr
14.20 – 14.50 Æfingar: Byggjum úr spilum eða þunnum kortum
14.50 – 15.00 Yfirferð og áskorun