Til baka

Wellness partý með Flothettu

Wellness partý með Flothettu

Flothetta tekur þátt í Listasumri Akureyrarbæjar og býður gestum í gott og nærandi Wellness partý í Sundlaug Akureyrar.
Fullt er á viðburðinn en hægt að skrá sig á biðlista.
 
Wellness partý er nærandi samvera í vatninu. Það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta.
Í flotinu ferðumst við inn á við og þiggjum heilandi snertingu og meðhöndlun sem losar út neikvæð áhrif streitu og nærir líkama og sál. Flotmeðferð er heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins. þar sem við gefum algjörlega eftir inn í djúpa slökun.
Flotmeðferðirnar eru í umsjón fólks sem hefur þjálfun og reynslu af flot- og vatnsmeðferðarvinnu. Meðferðin miðar að því að leiða viðkomandi inn í djúpt slökunarástand í vatninu og því afar mikilvægt er að sá sem flýtur upplifi sig í öruggum höndum fagfólks sem hefur þekkingu og visku til að meta ólíkar þarfir hvers og eins og sé fær um að sýna þá umhyggju og traust sem fólk þarf að finna til að upplifa þá fallegu opnum og losun sem á sér stað í djúpri flotmeðferð.
Þess má geta að Flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.
 
Umsjón:
Unnur Valdís Kristjánsdóttir
Hönnuður og hugmyndasmiður Flothettunnar og hefur unnið af því að miðla boðskap og menningu vatnsslökunar td með innleiðingu samflota út um allt land. Unnur er Kundalini og Jóga Nidra kennari og hefur lokið námi í Aquatic Massage og Watsu vatnsmeðferðum. Thai bodywork, Reiki heilun og Cranial sacral.

Halla Hákonardóttir
Flotmeðferðaraðili, hönnuður og jógakennari. Halla vinnur sem flotmeðferðaraðili og verkefnastjóri hjá Flothettu. Halla hefur sótt námskeið í Thai bodywork, reiki heilun í vatni og gong spilun. Auk þess að vera kundalini jógakennari, jóga nidra og vinyasa kennari.
 
Viðburðurinn hentar 16 ára og eldri.
 

Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
miðvikudagur, júlí 7
Klukkan
18:00
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir í sundlaug
Nánari upplýsingar

Skráning: flothetta@flothetta.com

Takmarkaður fjöldi.