Til baka

Jól og áramót á Akureyri

Jól og áramót á Akureyri eru með hefðbundnu sniði. Á Þorláksmessu er mikið um tónleika, ys og þys, en eftir það tekur við rólegheitatími. Margir gististaðir eru opnir um hátíðarnar og eins nokkrir veitingastaðir sem meðal annars bjóða upp á hátíðarmatseðil. Stefnt er að því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opið alla daga nema aðfangadag. Á gamlárskvöld er boðið upp á brennu við Réttarhvamm, haldin böll og skemmtanir auk þess sem bæjarbúar taka þátt í hátíðarhöldunum með miklum myndarbrag með því að skjóta upp flugeldum um miðnætti. Einnig eru hátíðarhöld í Hrísey og Grímsey og þar m.a. brennur á gamlárskvöld.

Til að fá yfirsýn yfir þá viðburði og afgreiðslu og opnunartíma sem eru í gildi um hátíðarnar má skoða meðfylgjandi yfirlit:

Afgreiðslutími og afþreying um jól og áramót 2019/2020
Yfirlit yfir helstu viðburði um jólin 20.12 - 26.12 2018
Yfirlit yfir helstu viðburði um áramótin 26.12 2018 - 2.01 2019
Almennt viðburðaryfirlit Akureyrarbæjar

Einnig má hér sjá aðventudagskrána (gildir til 23.12 2019)

Fyrir þá sem hyggja á ferð til Akureyrar um hátíðarnar og eru ekki á einkabíl, má skoða eftirfarandi samgöngur:
*Air Iceland Connect
*Bílaleigubílar
*Áætlunarferðir strætó