Til baka

Hraunsvatn

Það er vinsælt að ganga upp að Hraunsvatni frá bænum Hrauni sem er á að giska 30 km frá Akureyri. Hinn ægifagri Hraundrangi gnæfir yfir vatninu. Leiðin er nokkuð brött á kafla og rétt að ætla sér ríflega 2 kls. í gönguna báðar leiðir. Ef fólk vill ganga umhverfis Hraunsvatn þá tekur það um 2 klst. til viðbótar.

Hér gefur að líta leiðina upp að vatninu og hér má sjá leiðina umhverfis vatnið.

Ókeypis kort með gönguleiðum fást á Upplýsingamiðstöð ferðamála í Hofi.