Til baka

Kaupvangsstræti

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text 


Kaupvangstorg

Mynd af skiltinu
Kaupvangstorg er á Torfunefi. Fyrsta íbúðarhúsið hér um slóðir reis 1897 á lóðinni við Hafnarstræti 91. Í júní 1905 hófst bryggjusmíði á nefinu og stjórnaði danskur maður, O. W. Olsen, verkinu. Í ágúst sama ár tilkynnti Olsen að bryggjan væri til reiðu og bauð oddvitum bæjarins að taka verkið út. Í sjöunda himni spígsporaði hópurinn út á bryggjuna sem morguninn eftir hrundi í sjóinn. Sumarið eftir tók Bjarni Einarsson skipasmiður við verkinu og hafði lokið því svo vel að 1907 þótti bæjarbúum óhætt að taka á móti konungi sínum, Friðriki VIII, á nýju Torfunefsbryggjunni.

Hér voru höfuðstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga og gatnamótin kölluð Kaupfélagshornið. Upp af torginu er Grófargil sem Akureyringar hafa nefnt ýmsum nöfnum, svo sem Grútargil, Laugaskarð, Kaupfélagsgil – og seinast Listagil eftir þeirri margháttuðu listastarfsemi er þrífst í gilinu í Myndlistaskólanum og Sjónlistamiðstöðinni.

Uppi á Grófargilshöfðanum er Akureyrarkirkja, vígð hinn 17. nóvember 1940, þegar Bretar virtust vera að tapa stríðinu. Bresku hermennirnir hrifust af kirkjunni og sóttu hana reglulega. Desemberdag einn árið 1943 voru öll jólaljós tendruð í Akureyrarkirkju og klukkum hennar hringt ótt og títt. Á Pollinum lá herskipið Duke of York og hafði aðmírállinn um borð beðið prestinn að kveðja skipverja með þessum hætti en þeir áttu fyrir höndum mikla sjóorrustu. (Saga kirkjunnar tengist þátttöku Breta í seinni heimsstyrjöldinni á fleiri vegu. Þegar loftárásir vofðu yfir dómkirkjunni í Coventry á Englandi, voru steindar rúður teknar úr henni og þeim komið undan til að bjarga þeim frá eyðileggingu. Rúðurnar voru aldrei settar upp aftur í dómkirkjuna í Coventry heldur dreifðust þær um allan heim og ein þessara rúða rataði eftir krókaleiðum til Akureyrar og er miðrúðan í kór Akureyrarkirkju).


Kaupvangstorg
a square of bustling activity

Picture of the sign
With Akureyri's main pier, Torfunefsbryggja, close by, whose construction in 1905 was a decisive event in shifting the town centre to this location and away from the old precinct, where Akureyri´s first merchant houses were built. The headquarters of industry were on the slope above the square, accommodating factories producing goods of every conceivable kind; sweets, soft drinks, paint, washing powder, margarine, bread and candles, as well as a variety of processed meat products. Here also were abattoirs, highly developed dairies, a laundry and a corn mill. Those days of industry are long past, however, and today the slope is the venue of activities of an entirely different character; such as restaurants, bookshops, handcraft and design shops, as well as diverse other cultural and artistic initiatives, examples of which are the School of Visual Arts and Akureyri Art Gallery.