Til baka

Laxdalshús

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti

English text

Laxdalshús

Mynd af skiltinu
Hér vildu kaupmennirnir búa þar sem aðdýpið var svo mikið að skip gátu lagst nánast upp í fjörusteina og auðveldlega mátti tala saman á milli skips og lands. Í fyrstu voru engar bryggjur og allt ferjað á milli á litlum prömmum eða bátum. Laxdalshús stendur í  raun og veru í fjöruborðinu eins og það var meginhluta 19. aldar. Það er elsta hús Akureyrar, byggt 1795 af Jóhanni P. Hemmert verslunarstjóra Kyhns-verslunar er átti höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn. Húsið dregur hins vegar nafn af Íslendingnum Eggerti Laxdal sem varð verslunarstjóri 1874 hjá dönsku versluninni er þá átti Laxdalshús. Þótt húsið væri fyrst og fremst notað sem íbúðarhús gerðist það 1827 að nýstofnað Amtsbókasafn hóf bókaútlán í Laxdalshúsi. Bækurnar voru lánaðar endurgjaldslaust og bókavörðurinn launalaus en hann var jafnframt danskur verslunarstjóri.

Upphaf hússins er það að árið 1792 fékk Jóhann P. Hemmert útmælda byggingarlóð á Akureyri þar sem hann reisti Laxdalshús 1795. Enda þótt Hemmert titlaði sig kaupmann og þættist vera á eigin vegum var hann í raun og veru leppur fyrir stórkaupmanninn Georg A. Kyhn í Kaupmannahöfn. Kyhn var því fyrsti eigandi Laxdalshúss en hann var ekki við eina fjölina felldur og 1808 var hann dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir skjalafals og fjármálamisferli.

Næstu eigendur verslunarinnar, og þar með Laxdalshúss, voru fyrirtækin Pachen og Comp. í Hamborg og nágrannar þeirra í Altona, Dehn og Comp. Árið 1815 seldu verslunarfyrirtækin tvö í Hamborg Altona Kyhns-verslun til Kjartans Ísfjörð og tveimur árum síðar, eða í ágúst 1817, keypti Jóhann Gudmann verslunina af Kjartani. Hófst þar með Gudmannstíminn í sögu Akureyrar en haustið 1853 keypti sonur Gudmanns eldri, Friðrik Carl Magnus Gudmann, hina svokölluðu Kyhnske- og Helgesensverslun á Akureyri af föður sínum þar með talið Laxdalshús.

Er þá orðið tímabært að minnast á manninn er húsið dregur nafn af, hinn kappsfulla Eggert Laxdal. Hann komst ungur að árum í embætti hjá Gudmannsverslun og 1874 tók hann við sjálfri verslunarstjórastöðunni og gegndi henni í rétt 40 ár.

Bernhard August Steincke var lengi verslunarstjóri Gudmanns og einn vinsælasti Daninn er búið hefur á Akureyri. Hann kenndi bæjarbúum að dansa, syngja og spila á gítar, hann var sáttanefndarmaður og annaðist bókasafnið, stóð fyrir leiksýningum – en fyrsta leiksýningin á Akureyri fór fram haustið 1860 og var á dönsku – og stjórnaði fyrstu stórhátíðinni í bænum, nefnilega þjóðhátíðinni 1874.

Árið 1918 keypti Jón Stefánsson Laxdalshús sem var í senn heimili hans og vinnustaður. Á stríðsárunum seinni seldi Jón húsið til Guðmundar Bergssonar, fyrrverandi póstmeistara, en hann var þá orðinn aldraður og hafði flust til bæjarins frá Reykjavík.

Árið 1943 keypti Akureyrarbær Laxdalshús gagngert til að koma þar fyrir húsvilltum bæjarbúum. Að vísu er vandséð að kaupin hafi leyst mikinn vanda því að þá þegar bjuggu þar 22 íbúar og varla pláss fyrir fleiri. 

Laxdalshús var friðað 1978 og Sverri Hermannssyni húsasmíðameistara falin viðgerð á því. Í júní 1984 var það opnað að nýju og hefur síðan hýst margskonar starfsemi.


Akureyri's oldest house

Picture of the sign
This is where the merchants wanted to settle down, where the seabed slopes down sharply from the shore, enabling ships to anchor within easy conversation distance from dry land. Piers did not exist in those times and all commodities had to be ferried ashore in small rafts or boats. Here, you are standing where the shoreline lay during most of the 19th century. The house with the tree in front of you is Laxdalshús, the oldest house in Akureyri, built in 1795 by Johan P. Hemmert, manager of Kyhns-verslun, one of the largest Danish stores in town. The house is, however, named after Eggert Laxdal who, in 1874, became managing director of the Danish company which at that time owned the house.

Although primarily used as residential and commercial premises, the house also became, in 1827, the first headquarters of the newly established district archives and town library. Here books could be borrowed free of charge and the librarian – a Danish merchant – received no salary. In 1943 Akureyri municipality purchased the house for the express purpose of housing homeless people. This purchase, however, apparently achieved little as the house already accommodated 22 individuals.

Laxdalshús became a protected building in 1978 and was reopened after extensive renovation in June 1984. Since then, various activities have been conducted under its roof.