Til baka

Spítalavegur

Mynd af skiltinu /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text

Spítalavegur

Mynd af skiltinu
Eftir að einokunarverslunin á Íslandi var afnumin árið 1787 var ákveðið að koma fótum undir öfluga borgarastétt á Íslandi. Á pappírunum voru því búnir til sex kaupstaðir á Íslandi, Reykjavík, Grundarfjörður, Skutuls- eða Ísafjörður, Eskifjöður, Vestmannaeyjar og Akureyri og þeim lofað ýmsum fríðindum er vildu setjast þar að. Má þar telja undanþágu frá sköttum, ókeypis byggingarlóðir, trúfrelsi og síðast en ekki síst verslunarfrelsi fyrir kaupmenn með borgarabréf. Í framhaldi af þessu var valin og mæld út hentug lóð undir hinn nýstofnaða kaupstað á Akureyri.

Tilraunin með kaupstaðina 6 misheppnaðist alstaðar nema í Reykjavík en hinir 5 misstu kaupstaðarréttindin aftur, Akureyri 1830 þó svo að þéttbýli héldi áfram að þróast þar og kaupmenn væru farnir að hafa fasta búsetu.

Bærinn byggðist í fjöruborðinu en uppi á brekkunni voru beitarlönd fyrir skepnur, tún að heyja og svarðargrafir. Bæjaryfirvöld spöruðu lengi vegalagningu á brekkuna og létu gömlu slóðirnar duga. Þar kom þó 1897 að hafist var handa við Eyrarlandsveg er skyldi ná frá húsi Magnúsar Jónssonar gullsmiðs (Spítalavegur 1) upp á brekkuna, norður og niður á Torfunef (við núverandi miðbæ).

Landamerki gamla kaupstaðarins að norðanverðu voru við svokallaðan Grástein. Við stíginn austan við Spítalaveg sjást leifar af  Grásteini í brekkunni. Þegar ákveðið var 1787 að Grásteinn skyldi vera landamerkjasteinn fyrir Akureyri í norðri var hann mun stærri en þessi yfirlætislausi grjóthnullungur sem nú blasir við enda var Grásteinn sprengdur þegar vegurinn var lagður upp á brekkuna 1897. 

Landamerkin héldust óbreytt allt frá því Jón Jakobsson, sýslumaður Vaðlaþings, mældi kaupstaðnum út lóð vorið 1787 þar til Oddeyrin var lögð undir lögsagnarumdæmi Akureyrar árið 1866.

 Reisulegt hús, Spítalavegur 1, stendur við gamla Spítalaveginn – sem reyndar er orðinn að vinalegum göngustíg en teygði sig í hlykkjum upp á brekkuna þar sem spítali bæjarbúa reis 1899. Í Spítalavegi 1 var opnuð fyrsta skóverslunin á Akureyri 1890.

Við Aðalstræti 2A og 2B er undarlega samsett bygging. Sannarlega stórt hús enda í raun og veru tvö sambyggð hús. Upphaflega var það ákaflega keimlíkt Nonnahúsi, byggt upp úr 1850. Síðan er búið að sauma við það í allar áttir svo fá hús á Akureyri hafa breyst jafn mikið. Veturinn 1872 -1873 var þar Barnaskóli Akureyrar og um skeið var klukka bæjarins utan á húsinu en eftir henni stilltu bæjarbúar vasaúrin sín. Í kjallaranum undir útidyratröppunum byrjaði verslunin Brynja árið 1939 en flutti síðar yfir götuna.

Gamla apótekið í Aðalstræti 4 byggði Jóni Chr. Stephánsson árið 1859 fyrir lyfsalann, Jóhann Pétur Thorarensen. Húsið þótti ákaflega „módern“, jafnvel framúrstefnulegt sem var markmið Jóns Chr. en hann skrifaði; „fullkominn vilja hefi ég til að fá breytingu á byggingarmáta hér, sem undanförnu hefur verið mjög einfaldur, og ætlast ég til, að kirkjan og Apótekið sýni, að ég hefi breytt út af gamla vananum, að svo miklu leyti sem ég hefi getað.“

Í gamla apótekinu – einu litlu herbergi – hóf Barnaskóli Akureyrar göngu sína hinn 1. nóvember 1871. Myndin er tekin sumarið 1907 en þá heimsótti Friðrik VIII kaupstaðinn.


Hospital Road

Picture of the sign
Here the boundaries of the old town are within easy reach. Heading up the path, you will soon spot Grásteinn (Greystone) on your right. When it was decided in 1787 that Grásteinn should serve as a landmark for the northern boundary of Akureyri, this rock was considerably larger than the humble boulder in front of you. The original Grásteinn was blown to pieces when a road was built in 1897, and you are looking at its mere remains. To the left, is an impressive building, Spítalavegur 1 (1 Hospital Road), home to Akureyri's first shoe shop, opened 1890. This road, which is now a pleasant footpath, once ran all the way up the hill to where the municipal hospital was erected in 1899; hence its name. Now take a close look at the strangely conjoined building, Aðalstræti 2A and 2B; a large building indeed as it is, in fact, two houses combined. Originally it closely resembled Nonnahús Museum, built around 1850. Since then, the house has been extended in every direction so that, without doubt, few houses in Akureyri have undergone such dramatic transformation. Akureyri primary school was housed here during the winter 1872-73 and for some time the building boasted the town clock by which all the townspeople would adjust their pocket watches.