Til baka

Ævintýraglugginn – Einu sinni var

Ævintýraglugginn – Einu sinni var

Ferðalag til liðins tíma og æsku.

ÆVINTÝRAGLUGGINN í Hafnarstræti 88 er helgaður barnamenningarhátið að þessu sinni. Allir sem eiga leið hjá eru hvattir til að staldra við og fara í stutt ferðalag til liðinna ára og æsku. Barnaleikföng, bækur, skóladót og fleira skreyta gluggann og eflaust getur verið áhugavert að velta fyrir sér hversu margar hendur hafi handleikið munina í gegnum tíðina, vakið hrifningu, gleði og veitt lærdóm. ÆVINTÝRAGLUGGINN er spennandi áfangastaður í göngu- og vettvangsferðum. Hann er tilvalinn til að kynda undir fjörlegar samræður ekki síst á milli kynslóða og almennt veita gleði og byr fyrir hugmyndarflug. Við hlið gluggans er rauður póstkassi sem gaman getur verið að kíkja í. Það er aldrei að vita nema að þar leynist skemmtileg skilaboð, fróðleiksmolar eða eitthvað mjög óvænt.

ÆVINTÝRAGLUGGINN er hugmyndaverk og samstarf systranna Brynju Harðardóttur Tveiten og Áslaugar Harðardóttur Tveiten.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 3. apríl – 30. apríl
Staðsetning: Hafnarstræti 88, Vinnustofa Brynju
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Verkefnið er hluti af Barnamennigarhátíð á Akureyri.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
14. - 30. apríl
Hvar
Hafnarstræti 88, vinnustofa Brynju