Til baka

Búblan á Amtsbókasafninu

Búblan á Amtsbókasafninu

Komið og safnið orku í búblunni.

Dvöl búblunnar á bókasafninu byrjar 18. apríl kl 16.30 á sögustund með Ljóstýru sem kemur og segir frá því hvernig hún kom til jarðarinnar, hvern hún hitti á leiðinni og bjóða okkur að fara í Búbluna sína sem hún hvílir sig í eftir langan dag.

Frásögnin er byggð á náttúruvísindum í bland við ævintýri.

Búblan er kringlóttur hálfhnöttur sem sólargeislinn Ljóstýra hvílir sig í þegar hún þarf að safna orku og hafa það náðugt. Í Búblunni eru ævintýralegar teiknaðar myndir af ferðalagi Ljóstýru til jarðarinnar frá Sólinni, mismunandi efni með áferð og notalegt að liggja eða sitja þar inni ef eru of margir í sama rými eða lítil eyru verða þreytt á klið og masi í hópi fólks. Búblan er framlag til barnamenningar og er fyrir börn sem eru skynsegin og þurfa öðruvísi og þægilega afþreyingu í stórum almenningsrýmum.

Hægt verður að skoða og njóta búblunnar dagana 18. – 22. Apríl á opnunartímum bókasafnsins.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 18. – 22. apríl
Tímasetning: Sjá opnunartíma Amtsbókasafnsins
Staðsetning: Amtsbókasafnið
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
18. - 22. apríl
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir