Til baka

Gildagur á Listasumri

Gildagur á Listasumri

Annar Gildagur ársins.

Sannkölluð karnivalstemning í Listagilinu á Listasumri, ýmislegt um að vera og plötusnúðurinn Skarphéðinn heldur uppi fjörinu. Gata lokuð umferð milli kl. 14-17.

Í tilefni Listasumars er boðið upp á svæði á götunni þar sem áhugasamir geta tekið þátt í flóamarkaði sem stendur milli 14.30 - 16.30.
Engin skráning en áhugasamir þurfa að taka með sér borð. Nánari upplýsingar: almar@almar.is

 

Dagskrá Gildagsins 3. júlí 2021

*Birt með fyrirvara um breytingar

 

Kl. 12-17
Listasafnið á Akureyri
Komdu í heimsókn
Heimasíða Listasafnsins HÉR
*í tilefni Gildagsins er enginn aðgangseyrir inn á safnið.

Í safninu eru sjö fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar. Á 4. hæð er sýningin Ferðagarpurinn Erró, þar má finna verk eftir Erró sem öll tengjast ferðalögum. Á 3. hæð eru textílverk eftir Lilý Erlu Adamsdóttur á sýningunni Skrúðgarður og þar má einnig sjá valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri á sýningunum Úrval, II. hluti og Nýleg aðföng. Jafnframt er tilvalið að setjast niður í safnfræðslurýminu og virða fyrir sér listaverk eftir börn úr Naustaskóla og Lundarskóla. Í Ketilhúsi sýna norðlenskir listamenn verk sín á sýningunni Takmarkanir og á 2. hæð má kynna sér sögu Listagilsins á sýningunni Frá Kaupfélagsgili til Listagils.

 

Kl. 12-17
Fróði fornbókabúð
Listagildagur
Viðburður á Facebook HÉR

Strákarnir í Fróða bjóða upp á stórt safn bóka til sölu, þar á meðal leynast spennandi fornbækur og aðrar sjaldgæfar bækur. Einnig voru að detta í hús nýjar töfrabækur frá Black Letter Press og úrval skemmtilegra barnabóka. Jafnframt er mikill fjöldi bóka á flottu sumarverði 50-100 kr í tilefni Gildagsins. Í Fróða eru ekki bara bækur heldur líka ýmis listaverk og póstkort í takmörkuðu upplagi frá Glass Mountain Studio.

 

Kl. 12-17
Deiglan - Gilfélagið
Samtal - sýning
Viðburður á Facebook HÉR

Sýning Aðalheiðar Sigursveinsdóttur um tal, já og umtal, sjálfstal og samtal. Kannski kannast þú við þig eða einhverja sem þú þekkir. Það gæti glatt þig en kannski kannt þú bara alls ekki við það. Spennandi og skemmtileg sýning í tilefni Listasumars.

 

Kl. 12-18
Ketilkaffi
BBQ veisla
Ketilkaffi á Facebook HÉR

Það verður sannkölluð BBQ veisla í Ketilkaffi, súrdeigssamlokur með hægelduðu svínakjöti í BBQ sósu, heimagerðu hrásalati og kartöflustráum á 1300 kr. í tilefni Gildagsins.

 

Kl. 13-17
Sjoppan vöruhús
Sjoppugleði á Listasumri
Viðburður á Facebook HÉR

Á öðrum Gildegi ársins verður nóg um að vera í Sjoppunni. Helst ber að nefna kynningu og smakk á afmælislakkrísnum frá Johan Bulow. Einnig verður hægt að gera góð kaup á vörum frá Chase and wonder, tækifæristattúum frá Tattly, gómsætum sykurpúðum og fleiri flottum vörum. Jafnframt verður boðið upp á krítar og sápukúlur fyrir börnin. Tekið skal fram að gatan verður lokuð umferð á þessum tíma og því engin hætta á ferð. Viðskiptavinir geta skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar. Dregið verður í lok dags og hljóta tveir heppnir glaðning frá Lakrids by Bulow.

 

Kl. 14-17
RÖSK rými
Andlitsgrímur í Rösk Rými
Listhópurinn Rösk á Facebook HÉR

Börnum og fullorðnum er boðið upp á að gera andlits grímur úr pappír. Allt efni er à staðnum og aðgangur ókeypis í boði Rösk. Leiðbeinendur eru Brynhildur og Jonna.

 

Kl. 14-17
Grillstofan – Sportbar
Pool-Píla
Grillstofan á Facebook HÉR

Kíktu á Grillstofuna og prófað pool, pílu eða taktu lagið í Karaoke. Í tilefni Gildagsins er tilboð á krana ásamt rauðu og hvítu.

 

Kl. 14-17
Garn í gangi
Prjónahönnun - Guðlaug Svala
Garn í gangi á Facebook HÉR

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir krmur og kynnir prjónahönnunina sýna og kemur með sýnishorn af peysunum sem hún hefur hannað.

 

Kl. 14-17
Mjólkurbúðin – Salur myndlistarfélagsins
Allar hugmyndir
Viðburður á Facebook HÉR

Sýning Sunnu Sigfríðardóttur Allar hugmyndir snýst um liti, hver litur er hugmynd. Hugmyndum er hægt að skipta út og það er hægt að skipta um skoðun. Þetta er seinni sýningarhelgi og því síðasti séns til að sjá þessa skemmtilegu sýningu.

 

Kl. 14.30-16.30
Gata Listagilsins
Flóamarkaður
Listagilið á Facebook HÉR

Taktu þátt í skemmtilegum markaður í hjarta Listagilsins. Engin skráning en áhugasamir þurfa að taka með sér borð. Nánari upplýsingar: almar@almar.is

 

Kl. 15
Gata Listagilsins
Götuleikhús LA kemur í heimsókn
Götuleikhúsið á Facebook HÉR

Það er Akureyrarbær, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, sem stendur fyrir skapandi götuleikhúsi í sumar þar sem ungmenni taka þátt undir leiðsögn Önnu Richardsdóttur gjörningalistakonu og Auðar Aspar Guðmundsdóttur búninga- og leikmyndahönnuðar. Hópurinn ætlar að kíkja í heimsókn í tilefni Gildagsins. Viðburður sem enginn ætti að missa af.

 

Kl. 15-17
Lista- og menningarfélagið Kaktus
„Dæmi um tilil: Sneiðar“
Kaktus á Facebook HÉR

Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir opnar spennandi sýningu í Kaktusi.

 

Í tilefni dagsins væri einnig gaman að heimsækja:


Kl. 10-16
Flóra – menningarhús / Hafnarstræti 90
Pastel ritröð – kynning
Heimasíða Pastel ritraðar HÉR

Pastelritin eru 24 listaverk í smáritaformi eftir mjög ólíka myndlistamenn, ritlistafólk, leikhúsfólk, tónlistamenn. Verkin verða til sýnis og sölu í Flóru menningarhúsi. Fólki gefst þennan dag sérlega gott næði og pláss til að setjast niður og blaða í ritunum í ró og næði, spá og spekúlera. Áhugavert er að fá þannig gott tóm til að rýna í verkin og uppgötva fjölbreytileika þeirra og ríkulegt innihald.

 

Kl. 13-17
Barr Kaffihús - Menningarhúsið Hof / Strandgata 12
Hannyrðapönk í almenningsrými
Viðburður á Facebook HÉR

Í smiðjunum Hannyrðapönk í almenningsrými mun Sigrún hannyrðapönkari fara yfir grunnatriði útsaums. Einnig skoðum við hvernig er hægt að graffa almenningsrými bæði með nýjum og gömlum útsaumi og þannig stuðla gegn sóun textíls með afturnýtingu. Smiðjurnar eru tilvaldar fyrir fjölskyldur og allt hráefni á staðnum.

 

Kl. 18-19
Menningarhúsið Hof / Strandgata 12
Ingibjörg Turchi og hljómsveit í Hofi
Viðburður á Facebook HÉR

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Teiti Magnússyni og Stuðmönnum svo fátt eitt sé nefnt. Á fyrirhuguðum tónleikum munu Ingibjörg og hljómsveit leika verk af plötunni Meliae, ásamt nýju efni í bland við spuna.

 Skýringarmynd á Gildagslokun þegar hún á við.

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
laugardagur, júlí 3
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Listagilið / Art Street
Nánari upplýsingar