Til baka

Góðgerðar- og menningarkaffihús

Góðgerðar- og menningarkaffihús

Lista- og menningarkaffihús til styrktar Barnadeildar SAK.

Við nemendur í 5. bekk höfum tekið frá fimmtudaginn 11. apríl fyrir Góðgerðar- og menningarkaffihús hér í Síðuskóla milli klukkan 16:00 og 18:00. Við ætlum að bjóða upp á kaffi og djús, dansatriði og tónlistaratriði sem og andlitsmálningu fyrir börn. Hægt verður að kaupa meðlæti með kaffinu á vægu verði auk listmuna sem nemendur hafa verið að vinna að. Nemendur munu síðan afhenda Barnadeild SAK ágóðann af sölunni.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 11. apríl
Tímasetning: 16.00 – 18.00
Staðsetning: Síðuskóli, Bugðusíða
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Annað: Hægt verður að kaupa bakkelsi og listmuni eftir nemendur


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
fimmtudagur, apríl 11
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Síðuskóli, Bugðusíða, Akureyri
Verð
Frítt verður inn á viðburðinn en hægt verður að kaupa bakkelsi og listmuni eftir nemendur.