Til baka

Heimur og haf

Heimur og haf

Leikskólinn Kiðagil sýnir í mjólkurbúðinni.

Helgi skoðar heiminn
Börn fædd 2017 og 2018 á deildinni Engjarós í leikskólanum Kiðagili hafa á vorönn unnið þemavinnu eftir bókinni „Helgi skoðar heiminn“ eftir Njörð P. Njarðvík og Halldór Pétursson. Bókin fjallar um Helga sem býr í sveit og fer í dagsferð að skoða heiminn í kringum bæinn og túnið. Hann fer ríðandi á hryssunni Flugu og með þeim í för er hundurinn Kátur. Heimurinn er stór og á leiðinni verða m.a. fiskar, fuglar, hreindýr og kynjaverur í hrauni á vegi þeirra. Þau koma að lækjargili, fara yfir móa og votlendi, sjá fuglabjarg, álftatjörn, fjall, á og hraun ásamt því að lenda í ævintýrum á leiðinni.

Í upphafi var bókin lesin og skoðuð í heild og rætt um efni og innihald og ákveðið að skapa myndverk sem sýnir heiminn hans Helga út frá sjónarhorni barnanna. Vikulega var tekin fyrir ein opna í bókinni, hún endurlesin og myndirnar skoðaðar og svo sköpuðu börnin það sem fyrir bar á blaðsíðunum eins og þeim fannst það eiga að vera. Þegar búið var að fara í gegnum bókina og skapa heiminn hans Helga var verkunum raðað saman í eina heild.

Egill Jónasson listamaður kom jafnframt í leikskólann og vann tónverk með við þemað með börnunum og úr varð spennandi hljóðheimur við listaverkið.

Hafið
Nemendur á Smára í leikskólanum Kiðagili eru fædd árið 2018-2019. Á vörönninni hafa þau verið að vinna þemað um „Hafið“. Þau hafa fengið kynningu og fræðslu á ýmsu tengdu hafinu eins og t.d. sjónum, sjávargróðri, ýmsum dýrum sem lifa í sjónum og bátum. Farið er yfir einkenni dýranna (lögun, lit og stærð), hvar í sjónum dýrið er, við höfum leikið dýrið og verið með ýmsan skemmtilegan fróðleik. Þá hafa þau skoðað myndir og myndbönd af viðfangsefninu, útbúið ýmis dýr úr pappír og endurnýtanlegum efnivið og farið í heimsóknir á ÚA og skoðað eikarbátinn Húna II.

Við erum í samstarfi við listamanninn Egill Jónasson. Nemendur á Smára gera sögu um hafið, taka myndir og Egill aðstoðar okkur að taka upp tal og hljóð fyrir söguna.

Opnunartími

Helgin 1.-2. apríl kl. 14-17
Helgin 8.-9. apríl kl. 14-17
Aðrir opnunartímar verða auglýstir sérstaklega á Facebooksíðu viðburðarins HÉR

Sýningin stendur frá 30. mars - 11. apríl og hægt að kíkja inn um glugga utan opnunartíma.


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
1. - 2. apríl
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir