Óskað er eftir þátttöku bæjarbúa í komandi afmælisveislu Akureyrarbæjar og er hún tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að láta ljós sitt skína í fjölbreyttum viðburðum helgarinnar. Verkefnastjórn Akureyrarvöku er í höndum Almars Alfreðssonar og er tekið við hugmyndum, fyrirspurnum og öðrum ábendingum á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða í síma 460-1157.