Í ár fagnar Akureyrarbær 164 ára afmæli. Ýmsir viðburðir verða í boði um allan bæ og nær hátíðin hápunkti á laugardagskvöldinu með stórtónleikum
Árið 2025 voru það Todmobile, Hjálmar, Flóni, Elín Hall, Strákurinn Fákurinn og Skandall sem tóku þátt á stórtónleikunum og bakhjarlar og styrktaraðilar voru: Íslandsbanki, Landsbankinn, Centrum Hotel og Kaldvík.
Dagskrá og bakhjarlar 2026 verða birt þegar nær dregur.
Fyrirspurnir og ábendingar í tengslum við Akureyrarvöku má senda á netfangið akureyrarvaka@akureyrarvaka.is
Heimili Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum er að finna á facebook síðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig hvetjum við gesti Akureyrarvöku til að nota myllumerkin #akureyrarvaka og #hallóakureyri
Gleðilega hátíð!