Til baka

Karnival í Listagilinu

Karnival í Listagilinu

Ýmislegt spennandi um að vera í Listagilinu í tilefni Listasumars.

Sannkölluð karnival stemning víðsvegar í Listagilinu á lokahelgi Listasumars. Tónlist, myndlist og aðrar uppákomur sem þú vilt ekki missa af.

Öll hjartanlega velkomin.

Dagskrá
*Birt með fyrirvara um breytingar

Föstudagurinn 21. júlí

Kl. 19.30 – 22.30
Deiglan – Tón- og sjónlistarveisla
Það verður tónlistar-sjónlistar veisla í Deiglunni. Þátttakendur eru Egill Logi - Drengurinn fengurinn, Fríða Karlsdóttir, Steinun Arnbjörg Stefánsdóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Brenndu Bananarnir, Tonnatak, Þorsteinn Gíslason, Magnús Helgason, Arna Guðný Valsdóttir, Helgi og Hljóðfæraleikararnir og Aðalsteinn Þórsson. Dagskráin samanstendur af fjölda myndbanda og eiga sumir listamennirnir fleiri en eitt og fleiri en tvö og jafnvel á annan tug sá duglegasti. Opið alla helgina

Kl. 20.00-22.00
Kaktus – Berglind Ágústsdóttir / Siggi0lafsson - Opnun
Á sýningunni í Kaktus mun Berglind/Siggi sýna video verk unnin við tónlistina af Lost at War
Nánar HÉR

Laugardagurinn 22. júlí

Kl. 13.00-18.00
Kaktus – Berglind Ágústsdóttir / Siggi0lafsson

Kl. 14.00-22.00
Deiglan – Tón- og sjónlistarveisla

Kl. 14-17
Deiglan – Grímusmiðja fyrir börn og fullorðna
Leiðbeinandi Karólína Baldvinsdóttir. Ekkert þátttökugjald og öll velkomin

Mjólkurbúðin Salur Myndlistarfélagsins – Samstarf - Opnun
Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson

Kl. 14-18
RÖSK RÝMI – Hljóðfærasmiðja
Ekkert þátttökugjald og öll velkomin.

Ölstofa Akureyrar – Heldur uppi fjörinu með tónlist í Listagilinu.

Kl. 18.00-22.00
Deiglan - Afrakstur grímusmiðjunnar - Sýning

Kl. 17-19
Mjólkurportið bakvið Listasafnið á Akureyri - Mysingur V - Tónleikar
Nánar HÉR

Kl. 22.00
Kaktus – Dj og dans
Nánar auglýst síðar

Sunnudagurinn 23. júlí

Kl. 13.00-18.00
Kaktus – Berglind Ágústsdóttir / Siggi0lafsson

Kl. 14-17
Deiglan – Tón- og sjónlistarveisla

Deiglan - Afrakstur grímusmiðjunnar - Sýning

Mjólkurbúðin Salur Myndlistarfélagsins – Samstarf

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 21.-23. júlí
Tímasetning: Föstudag kl. 19.30-22.30, Laugardag kl. 14-00, Sunnudag kl. 14-17
Staðsetning: Listagilið, kaupvangsstræti
Aðgangseyrir: Frítt inn
Annað: Birt með fyrirvara um breytingar


Viðburðurinn er styrkur af Listasumri.

Hvenær
21. - 23. júlí
Hvar
Listagilið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir