Til baka

Langspilsleikur - opin smiðja

Langspilsleikur - opin smiðja

Langspil! Hvað er nú það?

Langspil er gamalt íslenskt hljóðfæri. Í langspilssmiðjum læra börn undirstöðuatriðin í langspilsleik eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum.

Nemendur fræðast um langspilið í sögulegu, menningarlegu og alþjóðlegu samhengi og læra nokkur lög sem verða undir lok smiðjunnar flutt við langspilsleik þátttakenda.

Langspilsleikur er tónlistarform sem er aðgengilegt öllum, óháð tónlistarmenntun eða bakgrunni. Íslenska langspilið er bordún-sítar og því þarf enga tónlistarmenntun til að kalla fram hljóm sem er fagurfræðilega fullnægjandi og nýtur sín í alls kyns tónlistarsköpun. Með langspilsleik öðlast börn hlutdeild í listsköpun sem bæði teygir sig langt aftur í aldir.

Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og langspilsgúrú leiðir smiðjuna.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 13. apríl
Tímasetning: 13.15 – 14.15
Staðsetning: Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Búnaður: Eyjólfur mætir með allt á staðinn sem til þarf


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar og SSNE.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
laugardagur, apríl 13
Klukkan
13:15-14:15
Hvar
Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir