Til baka

Leikum og lærum með Lubba

Leikum og lærum með Lubba

Listasýning leikskólans Tröllaborga unnin eftir Lubbastafrófinu.

Til sýnis eru verk barna á leikskólanum Tröllabörgum.

Börnin unnu verkin út frá sinni túlkun á Lubba stafrófinu. Lubbi finnur málbeinið er bók eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem kennir börnum á aldrinum tveggja til sex ára málhljóðin og málörvun. Flest allir leikskólar á Akureyri vinna með Lubba og þekkja því flestir þennan skemmtilega hund.

Börnin vinna með endurvinnanlegan efnivið og túlka og fræðast um bókstafinn sem tengjast ýmsum dýrum, uppruna þeirra og heimkynnum. Læra þau að nota ýmsan efnivið úr umhverfinu og endurvinna hann með virðingu fyrir náttúrunni.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 4. – 11. apríl
Tímasetning: Sjá opnunartíma Glerártorgs
Staðsetning: Glerártorg, Gleráreyrum 1
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
4. - 11. apríl
Hvar
Glerártorg, Glerárgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir