Til baka

Leikur í list

Leikur í list

Sýning á verkum leikskólabarna í Listasafninu á Akureyri.

Börnum í Z-hóp Bláa- og Rauðakjarna á leikskólanum Hólmasól var boðið að koma í Listasafnið á Akureyri og vinna verk undir handleiðslu listakonunnar Jónínu Bjargar Helgadóttur. Unnið var með hugmyndir um vötn og það sem í þeim býr. Afraksturinn má sjá á sérstakri sýningu í safnfræðslurými Listasafnsins sem opið er öllum gestum safnsins.

Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.

Frítt er inn á safnið fyrir 18 ára og yngri.


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
1. - 30. apríl
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir inn á safnið - frítt fyrir 18 ára og yngri
Nánari upplýsingar

Nánar um Listasafnið á Akureyri HÉR