Til baka

Leirsmiðja á Amtsbókasafninu

Leirsmiðja á Amtsbókasafninu

Leirsmiðja fyrir alla fjölskylduna. Öll velkomin!

Í tilefni af Barnamenningarhátíð á Akureyri verður haldin leirsmiðja á Amtsbókasafninu 20. apríl frá klukkan 14.00-16.00

Á kaffiteríu safnsins bjóða Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og Sædís Steinólfsdóttir upp á leir og allskyns leirmót, verkfæri og lausa muni. Leirinn er heimagerður úr matvælum og litaður með náttúrulegum efnum og er því án allra aukaefna.

Leirsmiðjan er fjölskylduviðburður þar sem foreldrar og börn geta átt notalega stund saman og látið sköpunargleðina blómstra. Með því að öll fjölskyldan taki þátt í opnu og hlutlausu rými má stuðla að tengslum milli bæði foreldra og barna sem og á milli systkina.

Þar sem leirinn er öruggur til inntöku getur yngsta kynslóðin einnig tekið þátt en á gólfinu verður dúkur með leir og hlutum sem eru öruggir fyrir unga könnuði.

Að leika með leir flokkast undir skynjunarleik en mikill ávinningur er af slíkum leikjum fyrir börn óháð aldri þar en þeir geta haft jákvæð áhrif á samhæfingu augna og handa, fínhreyfingar, fingra- og handstyrk og hvetja til gagnrýnnar hugsunar, en börn læra betur þegar ólík skynfæri eru virkjuð á sama tíma.

Leirsmiðjan er byggð á hugmyndafræði iðjuþjálfunarfræða þar sem leikur er talin ein mikilvægasta iðja barna en í gegnum leik læra börn að þróa með sér hreyfi- og félagsfærni. Einnig er horft til hugmyndafræði Þorpsins – Tengslasetur sem hefur meðal annars það markmið að efla góð tengsl milli foreldra og barna.

„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 20. apríl
Tímasetning: 14.00 – 16.00
Staðsetning: Amtsbókasafnið
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
laugardagur, apríl 20
Klukkan
14:00-16:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
enginn aðgangseyrir