Til baka

Ljósmyndamaraþon – Barnamenningarhátíð

Ljósmyndamaraþon – Barnamenningarhátíð

Sjónarhorn barnanna - ljósmyndamaraþon.

Ljósmyndamaraþon – Barnamenningarhátíð

Áttu síma eða myndavél? Ert þú á aldrinum 6-15 ára?

Hvernig sérð þú Akureyri? Taktu þátt í að búa til sýningu með starfsfólki Minjasafnsins á Akureyri með þínum ljósmyndum frá Akureyri. Myndirnar verða settar upp hér og hvar á Akureyri í maí.

Sendu eina mynd úr hverjum flokki eða bara eina mynd úr því þema sem þér líst á. Hlökkum til að sjá og sýna myndirnar ykkar.

Þemun eru:

1. Uppáhaldsstaðurinn minn á Akureyri
2. Hverfið mitt
3. Sumardagurinn fyrsti
4. Litir
5. Búðarferð

Sendu myndina/myndirnar á leikur@minjasafnid.is ásamt nafninu þínu og aldri.

Verðlaun í boði - Dregið verður úr innsendum myndum.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 1. – 30. apríl
Staðsetning: Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
1. - 30. apríl
Hvar
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir