Til baka

Opinn dagur & úrslit í vegglistaverkakeppni

Opinn dagur & úrslit í vegglistaverkakeppni

Kíktu í heimsókn til Eika og félaga í Braggaparkinu.

Í tilefni Barnamenningarhátíðar býður Braggaparkið áhugasömum börnum og ungmennum að prófa flottustu innanhússaðstöðuna á Akureyri fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól.

Hægt er að fá lánað hjólabretti, hlaupahjól og hjálma. Athugið að hjálmaskylda er fyrir 16 ára og yngri.

Vegglistaverkakeppni - Úrslit
Dómnefnd fer yfir listaverkin  sem safnast hafa og tilkynnir kl. 17 hvaða listamaður/menn fá að skreyta vegg í Braggaparkinu og þar með bætast í hóp listamannana Margeirs Dire, Sigþórs V., Hákons Arnar og Osesh One.


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
þriðjudagur, apríl 25
Klukkan
14:00-19:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar