Til baka

Orgelkrakkaævintýri í Akureyrarkirkju

Orgelkrakkaævintýri í Akureyrarkirkju

Leikþáttur og tónlistarflutningur á orgel.

Það verður líf og fjör í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. apríl þegar viðburður­inn Org­el­krakk­aævintýri í Akureyrarkirkju fer fram. Hóp­ur barna spil­ar á org­elið ásamt organistunum Guðnýju Einarsdóttur og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Á tón­leik­un­um verður flutt ævintýrið um konunginn í Haribo landi og ýmsa skemmtilega karaktera. Inn í söguna fléttast þekkt org­el­verk í bland við kvik­mynda- og dæg­ur­laga­tónlist. Bú­ast má við skemmti­leg­um uppá­kom­um og óvænt­um gest­um. Guðmund­ur Ein­ar Jóns­son og Há­kon Geir Snorra­son eru kynn­ar og sjá um að halda uppi góðri stemn­ingu.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 21. apríl
Tímasetning: 13.00 – 13.40
Staðsetning: Akureyrarkirkja
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
sunnudagur, apríl 21
Klukkan
13:00-13:40
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir