Til baka

Ritlistakvöld með Vigdísi Hafliða

Ritlistakvöld með Vigdísi Hafliða

Fyrra ritlistakvöld Ungskálda 2024.

Fyrra ritlistakvöld Ungskálda verður miðvikudagskvöldið 10. apríl á LYST í Lystigarðinum. Að þessu sinni er leiðbeinandinn Vigdís Hafliðadóttir en hún hefur komið víða við í lista- og grínheiminum. Vigdís vann keppnina Fyndnasti háskólaneminn árið 2020 og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Hún er söngkonan í hljómsveitinni FLOTT þar sem hún semur einnig textana sem þykja hnyttnir og skemmtilegir. Hún er meðlimur í spunahópnum Improv Ísland, fréttakona hjá satíru-miðli Hatara Iceland Music News sem vakið hefur alþjóðlega athygli og hefur komið fram með uppistandshópnum VHS. Vigdís hefur einnig komið að dagskrárgerð í útvarpi, handritsskrifum, auglýsingagerð og leiklist.

Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.

Veitingar í boði fyrir skráða gesti.
Skráning HÉR

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Hvenær
miðvikudagur, apríl 10
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
LYST, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning æskileg
Nánari upplýsingar

Nánar um Ungskáld HÉR