Til baka

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn

Hefð er fyrir því að fagna deginum víða um Eyjafjörðin, má þar m.a. nefna Grímsey, Hrísey, Ólafsfjörð og Akureyri.

Sjómannadeginum er fagnað víða á landinu og er hefð fyrir því að fagna honum víða um Eyjafjörðin, má þar m.a. nefna Grímsey, Hrísey, Ólafsfjörð og Akureyri.
Á Akureyri er m.a. settur krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum, siglt um Eyjafjörðinn. Víða er boðið upp á siglingu eða aðra skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Akureyri - dagskrá 2024

Laugardagur 1. júní
kl. 10.00 - 13.00 Sandgerðisbót
Trillukarlar og verbúðareigendur hafa opið hús
Grillað fyrir gesti og gangandi - pylsur og gos
Lúðrasveit Akureyrar leikur sjómannalög
Bryggjurnar verða opnar og bátar til sýnis.
kl. 17.00 Minningarsigling með Húna
Sigling til að minnast þeirra sem farist hafa í hafi.

Sunnudagur 2. júní - Sjómannadagurinn 
kl. 08.00 Fánadagur
Bæjarbúar draga fána að hún
kl. 11.00 Sjómannadagsguðþjónusta
Messa í Akureyrarkirkju með þátttöku sjómanna.
Að athöfn lokinni í Akureyrarkirkju verður blómsveigur frá sjómönnum lagður að minnismerki við Akureyrarkirkjugarð á Naustahöfða.
kl. 12.00 - 18.00 Sjómennska, sviti og salt
Gluggainnsetning júnímánaðar í Hafnarstræti 88, vinnustofu Brynju, nefnist Sjómennska, sviti og salt og er helguð sjómennsku eins og nafnið gefur til kynna. Um gluggasýningu er að ræða og er því aðgengileg allan sólarhringinn. Sjá nánar hér
kl. 13.30 Hópsigling smábáta og Húni II.
Brottför frá Sandgerðisbót kl. 13.30.  Húni siglir með bæjarbúa frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup) í hópsiglingu smábáta, selgskúta og sjóbretta.
Allir velkomnir!  Ef þörf er á verður einnig boðið upp á fleiri siglingar með Húna (kl. 14.15 og 15.15)
kl. 11.00 - 15.00 Siglingaklúbburinn Nökkvi
Opið hús í félagsaðstöðu klúbbsins við Höpfnerbryggju.

Grímsey
kl. 14.00 Tónleikar með Karlakór Eyjafjarðar í félagsheilmilinu Múla
kl. 15.00 Sjómannadagskaffisala í félagsheimilinu Múla.

Hrísey
kl. 10.00 Sigling (allir bátaeigendur hvattir til að taka þátt)
kl. 11.11 Sjómannadagsmessa í Hríseyjarkirkju, sjómaður heiðraður.
kl. 12.00 Ferjumenn grilla pylsur á svæðinu. Tæki björgunarsveitar og slökkviliðs til sýnis.
kl. 13.00 Leikir og sprell á væðinu og við smábátahöfnina.
kl. 15.00 Kaffisala í Íþróttamiðstöðinni.
kl. 16.00 Sigling fyrir börnin á björgunarbátnum Kidda.
Sjá nánar á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is

 

 

Hvenær
1. - 2. júní
Hvar
Torfunefsbryggja