Til baka

Sköpun bernskunnar 2024

Sköpun bernskunnar 2024

Samsýning myndlistarfólks og barna.

Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Sýningin var opnuð 24. febrúar 2024 og er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Þátttakendurnir vinna verk sem falla að þema sýningarinnar sem að þessu sinni er hringir.

Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Gunnar Kr. Jónasson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Naustatjörn og grunnskólarnir Glerárskóli og Naustaskóli, sem og Minjasafnið á Akureyri / Leikfangahúsið.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 1-24. apríl
Tímasetning: 12.00 – 17.00
Staðsetning: Listasafnið á Akureyri
Aðgangseyrir: Aðgangseyrir inn á safnið - frítt fyrir 18 ára og yngri


Verkefnið er hluti af Barnamennigarhátíð á Akureyri.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
1. - 24. apríl
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir inn á safnið - frítt fyrir 18 ára og yngri