Til baka

Sumarfjör á Minjasafninu

Sumarfjör á Minjasafninu

Fögnum sumrinu og barnamenningarhátíð.

Það verður líf og fjör í tilefni sumardagsins fyrsta á Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi, Leikfangahúsinu og Davíðshúsi.

  • Komdu og leiktu á söfnunum
  • Sumarleikurinn - Safnapassi fjölskyldunnar tekinn í notkun
  • Útileikföng í Minjasafnsgarðinum og við Leikfangahúsið
  • Endurnýjað leikherbergi í Leikfangahúsinu
  • Prófaðu föt fortíðarinnar í Tízkunni
  • Sláðu taktinn á trommurnar, leiktu á harmoniku
  • Falinn hlutur á safninu
  • Gerðu þitt póstkort og settu í póstkassann
  • Völuspá – hvernig verður sumarið?
  • Sýning á sumargjöfum í Nonnahúsi
  • Getur þú ráðið dulmálið í Davíðshúsi?
  • Skelltu þér í sumarbað.
  • Fyrstu myndir úr ljósmyndamaraþoninu settar upp

Enginn aðgangseyrir er inn á söfnin í tilefni dagsins.


Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
fimmtudagur, apríl 20
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Minjasafnið á Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar

Nánar um Minjasafnið á Akureyri HÉR