Til baka

Tónungar

Tónungar

Notanleg tónlistarsamverustund fyrir 6-12 mánaða börn og foreldra/forráðamenn.

Stuttar tónlistarstundir fyrir 6-12 mánaða ungabörn með Erlu Dóru Vogler og Ívari Helgasyni.

Foreldrar/forráðamenn sitja í hring á dýnum eða púðum með börnum sínum. Einföld lög eru sungin, hreyfingar gerðar, hristur hristar, slæðum sveiflað og fleira skemmtilegt.

Um er að ræða notalega samverustund sem tengir saman snertingu, sjón og heyrn og hefur jákvæð áhrif á upplifun barnanna af tónlist.

Þrjár Tónungastundir verða haldnar sunnudaginn 28. apríl: kl. 10:00, 13:00 og 14:00, og varir hver þeirra um 20-30 mínútur.

Tekið verður á móti 8-10 börnum með 1-2 forráðamönnum í hverja Tónlistarstund. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 27. apríl með tölvupósti á: erladora@gmail.com.

Sérstakar þakkir fær Steps Dancecenter fyrir lán á búnaði.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 28. apríl
Tímasetning: kl. 10.00, 13.00 og 14.00
Staðsetning: Rósenborg, salur á hæð 4.
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Annað: Skráning nauðsynleg á erladora@gmail.com


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
sunnudagur, apríl 28
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri, 4. hæð
Verð
Enginn aðgangseyrir en skráning nauðsynleg