Til baka

Umhverfi og dýr

Umhverfi og dýr

Listaverk barna á leikskólanum Kiðagili.

Nemendur í leikskólanum Kiðagili á Akureyri sýna afrakstur af verkefnum vetrarins.

Nemendur á deildinni Engjarós, sem fædd eru árið 2018, unnu að þema um Akureyri. Þau fóru um bæinn og skoðuðu bækur og ræddu um hvaða byggingar og styttur eru í bænum. Þau bjuggu svo til byggingar úr leir og ýmsum öðrum efnivið. Þau gerðu m.a. húsin sín, umhverfið á Akureyri og helstu mannvirki eins og t.d. ráðhúsið, sundlaugina, Hlíðarfjall og Hof

Nemendur á deildinni Smára, sem fædd eru árið 2019, unnu að þema um dýr sem búa á Íslandi. Þau byrjuðu á að skoða hvað þau vissu um dýrin á Íslandi og hafa svo fjallað um eitt dýr á viku, fengið fræðslu um þau og unnið verkefni tengd þeim, m.a. skapað þau úr allskonar efnivið eins og t.d. pappír, eggjabökkum, klósettrúllum og fleiru. Þá leiruðu nemendurnir sitt uppáhaldsdýr úr þessari vinnu fyrir sýninguna.

 

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 16. - 29. apríl
Tímasetning: Sjá opnunartíma sundlaugarinnar
Staðsetning: Andyri Sundlaugar Akureyrar
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
28. - 29. apríl
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
enginn aðgangseyrir