Til baka

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2023

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2023

Hver verður ungskáld Akureyrar 2023?

Dómnefnd kunngerir úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2023 við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu á Akureyri.

Nánari upplýsingar HÉR


Ungskáld er verkefni á Akureyri sem gengur út á að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Verkefnið hófst árið 2013 og er það eina sinnar tegundar á landinu. Staðið er fyrir ritlistakeppni þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að vera á íslensku og eigið frumsamið hugverk.

Til þess að styðja við áhugasama um að skila inn texta/textum er boðið upp á námskeið í skapandi skrifum og skapandi hugsun, þar sem leiðbeinendur koma úr ólíkum áttum. Sem dæmi var síðustu ár leitað til Andra Snæs Magnasonar, Kött GráPjé og Bryndísar Björgvinsdóttur.

Einnig hefur ritlistakvöldið slegið í gegn en þar er gestum boðið upp á veitingar, upplestur og tónlistaratriði. Tilvalin vettvangur til að mynda tengsl í gegnum ritlistina.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Hvenær
fimmtudagur, desember 7
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir