Til baka

Vorið kemur!

Vorið kemur!

Barnasögusýningin Vorið kemur verður sýnd í þremur leikskólum á Akureyri.

Barnasögusýningin Vorið kemur er sýnd í þremur leikskólum dagana 11. og 12. apríl næstkomandi. Leikskólar eru heimsóttir og er sýningin sett upp í samstarfi við leikskólana og munu um 300 börn eiga þess kost að sjá sýninguna á vegum Barnamenningarhátíðar á Akureyri.

Tveir álfar, þau Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur munu segja frá komu vorsins og færa börnunum glaðning svo börnin geti tekið þátt í að hjálpa vorinu að koma! Mikil gleði, leikur og söngur er í sýningunni í tilefni þess að lífríkið í náttúrunni er að vakna.

Leikskólar:
18. apríl - Leikskólinn Klappir
19. apríl - Leikskólinn Hólmasól
19. apríl - Leikskólinn Kiðagil

Athugið að viðburðirnir eru einungis fyrir boðsgesti leikskólanna.


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
18. - 19. apríl
Klukkan
09:00-14:00
Hvar
Akureyri
Verð
Lokaður viðburður