Til baka

Vorið kemur!

Vorið kemur!

Barnasögusýningin Vorið kemur sýnd í Hofi.

Barnasögusýningin Vorið kemur er sýnd í tilefni sumardagsins fyrsta þann 20. apríl. Sýningin verður í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi kl. 13.00.

Tveir álfar, þau Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur munu segja frá komu vorsins og færa börnunum glaðning svo börnin geti tekið þátt í að hjálpa vorinu að koma! Mikil gleði, leikur og söngur er í sýningunni í tilefni þess að lífríkið í náttúrunni er að vakna.

Skemmtileg og fræðandi sýning fyrir börn á leikskólaaldri.


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
fimmtudagur, apríl 20
Klukkan
13:00-13:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir