Á Akureyri eru í boði gönguferðir með leiðsögn, skipulagðar gönguvikur auk göngu- og hlaupaviðburða en einnig fjölbreyttar gönguleiðir sem hægt er að njóta á eigin vegum. Ferðafélag Akureyrar býður upp á skemmtilegan gönguleik sem nefnist Þaulinn sem allir geta tekið þátt í og átt möguleika á vinning.
Strandgötu 23
Sími: 462 2720
Netfang: ffa@ffa.is
Heimasíða: ffa.is
Ferðafélagið (FFA) stendur fyrir fjölmörgum ferðum allt árið um kring og hér er hægt að skoða áætlun félagsins.
Félagið á sjö skála í óbyggðum norðanlands og þarf að hafa samband við félagið til að bóka gistingu. Einnig hefur félagið gefið út göngukort af Glerárdal, Vaðlaheiði og Öskjuvegi og er hægt að kaupa kortin á skrifstofu félagsins Strandgötu 23 og á upplýsingamiðstöð ferðamanna í menningarhúsinu Hofi.
Afgreiðslutími ferðafélagsins má skoða hér.
Ferðafélag Akureyrar er sjálfstæð deild í Ferðafélagi Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar FÍ.
Á Eyjafjarðarsvæðinu er boðið upp á fjölbreyttar göngur bæði á vegum Ferðafélags Akureyrar, Ferðafélagsins Hörgs og fleiri aðila.
Gönguleikurinn Þaulinn er einnig á vegum ferðafélags Akureyrar, leiknum er skipt í flokk fullorðna og flokk barna (yngri en 12 ára) og er þar hægt að fara á 6 mismunandi stöðvar þar sem fundið er leyniorði og blað gatað og gefst þá tækifæri til að vinna sér inn nafnbótina "Þauli Eyjafjarðar" og eiga kost á vinningi ef heimsóttir eru amk 4 staðir (fullorðnir) eða 3 staðir (börn) og rétt leyniorð fundið.
Sími: 623 9595
Facebook: @walkandvisit
Skemmtilegar gönguferðir með sögulegu ívafi í fylgd leiðsögumanna með víðtæka reynslu. Gönguferðir á rólegu nótunum og einnig er boðið upp á sérsniðnar ferðir.
*Fjölskylduganga
Fjölskylduferð með ís-stoppi - 2-3 klukkutíma ganga
Gangan hefst við Menningarhúsið Hof og þaðan er gengið meðfram sjónum í áttina að Innbænum. Saga húsanna og saga bæjarins er í forgrunni. Stoppað er við ísbúðina Brynju sem er nánast eitt af kennileitum bæjarins. Akureyri er brekkubær og við leggjum á brattann og förum í Lystigarðinn, stoltið okkar. Við fræðum ykkur um garðinn og konurnar sem gerðu hann frægan. Síðan skilja leiðir. Hvort sem þið viljið sleikja sólina á grasflötinni, fá ykkur hressingu í litla veitingahúsinu í garðinum eða fara beint í sund.
*Rómantísk síðdegisganga
Síðdegis- eða kvöldganga með kaffisopa í Innbænum - 2-3 klukkutíma létt ferð
Gangan hefst við Menningarhúsið Hof og þaðan er gengið meðfram sjónum í áttina að Innbænum. Við segjum ykkur frá gömlu húsunum og sögur af fólkinu sem þarna bjó. Við stöldrum við Laxdalshús, Höepfnershús, gamla apótekið og Gudmanns Minde. Áfram örkum við inn eftir Aðalstræti, framhjá Minjasafninu og Nonnahúsi. Innst í götunni bíður heitt kaffi á könnunni og tækifæri til þess að rabba um lífið og tilveruna í bænum við Pollinn.
Ferðafélag Akureyrar skipuleggur tvær gönguvikur á sumrin, sú fyrri er í júní og sú seinni yfrleitt í júlí.
Dagskrá gönguvikunnar má finna hér (2020) og einnig dagskrá annarra gönguviðburða á vegum félagsins.
Heimasíða: www.sulurvertical.com
Facebook: @VerticalSulur
Netfang: info@sulurvertical.is
Fjallahlaupið Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu árið 2017 og hefur haldið hlaupið síðan. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári og hlaupaleiðum bætt við.
Næsta viðburður Súlur Vetrical verður 31.júlí 2021.
Ef þú kýst frekar að ganga á eigin vegum þá bjóðum við upp á fjölda gönguleiða á Akureyri og nágrenni, með leiðarlýsingum og kortum. Sjá nánari upplýsingar hér