Til baka

Þjóðsögur 21. aldar - smiðja

Þjóðsögur 21. aldar - smiðja

Skapandi ritsmiðjur fyrir 8- 14 ára
Í tilefni Barnamenningarhátíðar á Akureyri er boðið upp á þriggja daga skapandi ritlistasmiðju á Amtsbókasafninu með Markúsi Má Efraím, sem er margverðlaunarður ritlistakennari og rithöfundur.

Á smiðjunum munu þátttakendur fá kennslu í uppbyggingu smásagna, og þá sérstaklega draugasagna. Í lok fyrsta dags fá börnin það heimaverkefni að velja sér eitt hús/byggingu/stað á Akureyri, sem þau geta hugsað sér að nota sem sögusvið sinnar draugasögu.
Á öðrum degi munum við fara í göngutúr um bæinn og fá börnin tækifæri til að mynda sitt sögusvið með polaroid myndavél undir handleiðslu leiðbeinanda. Síðasta eina og hálfa daginn munu þau svo fullvinna stuttar draugasögur undir handleiðslu kennara.

Ritsmiðjur styðja ekki bara við færni barna til að tjá sig á skapandi hátt heldur eru þær valdeflandi, styrkja sjálfstraust jaðarsettra barna og gefa þeim verðskuldaða rödd. Það sem greinir verkefnið frá öðrum ritsmiðjum er að það tengist heimabyggð þátttakenda. Þau skoða nærumhverfi sitt, velta fyrir sér möguleikum sögunnar og skapa nýjar þjóðsögur sem vonandi munu lifa áfram. Sögurnar og myndir verða einnig settar upp á netinu, þar sem þær verða aðgengilegar öllum. Leiðbeinandi og verkefnastjóri smiðjunnar er Markús Már Efraím. Markús hefur margra ára reynslu af því að kenna vinsælar ritsmiðjur um allt land og erlendis. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir barnamenningarverkefni sín og útgáfu, og hefur átt í farsælu samstarfi við Amtsbókasafnið áður.

Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg. Takmarkaður fjöldi.
Skráning í netfagnið eydisk@amtsbok.is

Í kjölfar ritsmiðjunnar verður sett upp sýning á sögum og myndum þátttakenda á Amtsbókasafninu. Sjá nánar HÉR

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
3. - 5. apríl
Klukkan
10:00-15:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg